1. sæti Ísabella Eiríksdóttir: Hnötturinn - The Globe, 1st prize in the logo competition
2. sæti Eva Lind Torfadóttir: Dansandi fánar - Dancing flags, 2nd prize
3. sæti Arnar Hjartarson: Bollurnar eða Keilukarlar - Skittles or Ballquys, 3rd prize
Logókeppnin fyrir verkefnið okkar, Tales of Europe - Sögur frá Evrópu - er nú af staðið. Sigurvegarinn eða sú tillaga sem fékk flest atkvæðin var Hnötturinn eftir Ísabellu Eiríksdóttur frá 6.G. Við óskum Ísabellu innilega til hamingju. Á öðru sæti var tillaga Evu Lind Torfadóttur, Dansandi fánar og skildi aðeins eitt atkvæði milli þeirra Ísabellu og Evu. Á þriðja sæti var tillaga Arnars Hjartarsonar, 4.J., Bollurnar eða eins og sumir kölluðu þær, Keilukarlar.
Höfundur vinningstillögunnar þarf nú að vinna endanlega útgáfu af merki sínu á grundvelli frumdragna og eftir það verður það sett á netið og keppir við tillögur skólanna í Tammisaari, Búdapest, Cordenons og Lissabon en úrslitakeppnin á milli skólanna fer fram í útmánuðum. Það merki sem vinnur í henni verður notað sem einkennismerki heildarverkefnisins Tales of Europe - Sögur frá Evrópu næstu þrjú árin og birtist á öllum skjölum og verkefnum sem unnin verða í tengslum við Sögur frá Evrópu en frumritin verða geymd í bókasafni skólans í sérstöku Comeniushillu.
Marjatta, verkefnisstjóri Sagna frá Evrópu
Allir þrír höfundarnir fengu viðurkenningarskjal í athöfn sem fór fram í sal skólans að viðstöddum öllum nemendunum og starfsfólki á bóndadaginn 19. janúar og afhendi Magnea Einarsdóttir, skólastjóri skjölin. Að auki fékk sigurvegarinn Afmælisbók með stjörnuspá að gjöf. Vonandi kynnist hún mörgum nemendum samstarfsskólanna og getur skráð afmæli þeirra í bókina sína, því að hvað er betra í lífinu en að eiga góða vini og muna eftir þeim?
Hér má kannski nefna að yngri nemendur voru hrífnari af tillögum Arnars og Evu og skiptust atkvæði þeirra nokkurn veginn jafnt á milli þeirra meðan eldri nemendur völdu oftast annaðhvort Hnöttinn eða Dansandi fánar. Því má álykta að smekkur fari svolítið eftir aldri og fróðlegt er að sjá hvers konar tillögur við fáum frá hinum skólunum út í löndum.Höfundur vinningstillögunnar þarf nú að vinna endanlega útgáfu af merki sínu á grundvelli frumdragna og eftir það verður það sett á netið og keppir við tillögur skólanna í Tammisaari, Búdapest, Cordenons og Lissabon en úrslitakeppnin á milli skólanna fer fram í útmánuðum. Það merki sem vinnur í henni verður notað sem einkennismerki heildarverkefnisins Tales of Europe - Sögur frá Evrópu næstu þrjú árin og birtist á öllum skjölum og verkefnum sem unnin verða í tengslum við Sögur frá Evrópu en frumritin verða geymd í bókasafni skólans í sérstöku Comeniushillu.
Marjatta, verkefnisstjóri Sagna frá Evrópu