Friday, March 30, 2007

Framlag Digranesskóla


Margt hefur gerst hér í skólanum síðan ég skrifaði hér síðast. Bekkirnir hafa verið að vinna að verkefnum sínum og núna eru flestir komnir að lokakaflanum.

Í þessari viku sendum frá okkur DVD disk sem geymdi samsöng á íslensku, ítölsku og finnsku. Um upptökuna og klippinguna sá Júlíus, umsjónarkennari 4.J., en söngurinn var undir stjórn Þórdísar. Þetta er ljómandi skemmtileg upptaka. Lögin sem eru á diskinum eru Sá ég spóa, Bróðir Jakob á íslensku og finnsku, og Tun, tun, tun, cattino mio á ítölsku og öll sungin sem keðjusöngur.

Auk þess fór frá okkur Umferðarlag sem tveir nemendur 4.R. bekkjar, þær Magnea og Ragnhildur, sömdu. Stelpurnar teiknuðu einnig skemmtilegar myndir með laginu og voru þær skannaðar og sendar með textanum og hljóðskránni.


Birkir (8.E.) er nýbúinn að ljúka við að teikna myndir við þjóðsöguna Selshaminn og er nú verið að setja á hana enskan, ítalskan og finnskan texta. Búið er þegar að prenta út íslensku útgáfuna og verður hún í Comeniusarkörfunni sem er að ganga milli bekkja og seinna á bókasafninu.


Vikurnar eftir páska verða svo einhvers konar uppskeruhátíð fyrir allt starfið. Eftir er að birta formlega vinnu 5. bekkjar, en þeir hafa unnið að kynningarefni um Ísland. - Margt fleira er á döfinni.

Allt þetta efni er geymt í tölvu skólans og geta nemendur horft / hlustað / lesið þar.
Í undirbúningi er að gefa sumt af þessu út á diski en líklega er ekki hægt að setja stærri skjöl á heimasíðu skólans fyrr en á næsta skólaári.


Reyndar má segja að framhaldið velti á því hvort við fáum lengingu á styrknum sem okkur var veittur fyrir ári síðan. Gengið var frá umsóknunum í gær og nú er bara að bíða eftir svarinu.

Mynd: Magnea og Ragnhildur - upprennandi tónskáld?


Með páskakveðju

Fyrir hönd Comeniusarteymis Digranesskóla

Marjatta, verkefnisstjóri

Friday, March 2, 2007

Logótillögur frá Finnlandi - Finnish logos




Here you can see the propositions that got the most votes in the logo competition in Tammisaari, Finland. The dove got the most votes and therefore it will be in the final voting between the schools in April.
We are still waiting for the results from Budapest, Hungary, Deák Diák Általános Iskola.
We have also got new material from Italy, Circolo Didattico di Cordenons. Their pupils and teachers have been very diligent. Among other things we got an illustrated story based on Little Red Riding Hood, only this time the Riding Hood had friends and they all were naughty. Also we got a folktale about a water fairy called Margheritute, illustrated and read (sound files) by the pupils.
Þetta reyndist vera eintómur misskilningur að Finnar ættu ekki skanna. Þegar tengill þeirra, Päivikki, fór að kanna málið, kom í ljós að skanni hafði verið keyptur í skólann en að tölvukennarinn hafði aldrei tengt hann né heldur sagt kennurunum frá honum - sjálfur tölvukennarinn hafði ekki talið nokkra þörf fyrir skanna!
Jæja, nú þegar skanninn er fundinn eru kennarar skólans í Hakarinne að æfa sig í notkun hans.

Í dag bárust mér svo tillögur þeirra í logósamkeppninni og verða þær birtar hér. Vinningshafinn í atkvæðagreiðslu nemenda í Hakarinne var dúfan. Þið skuluð skoða þessar tillögur og bera saman við tillögur hinna skólanna.

Reyndar eiga Ungverjar eftir að skila tillögum sínum.


Þar sem í aætlun okkar er einnig að birta Myndaorðabók á fimm tungumálum áður en verkefninu Tales og Europe lýkur, þá kenni ég ykkur hér til gamans smávegis finnsku:
Samstarfsskólinn okkar í Finnlandi heitir Hakarinteen koulu. Nafnið þýðir Brekkuhagi (eða reyndar Hagabrekka), orðið haka er sem sé tökuorð úr skandinavísku, rinne aftur á móti er egta finnskt orð of þýðir brekka.
Svo að lokum má nefna að við fengum góða sendingu frá Ítalíu. Nemendur skólans Circolo Didattico di Cordenons höfðu samið "nýja þjóðsögu" sem byggir á Rauðhettu nema að í þetta skipti var Rauðhetta og vinkonur hennar illa inrættar (og fengu makleg málagjöld). Einnig kom sagan um vatnadísina Margheritute.
Báðar sögurnar voru myndskreyttar en undir vatnadísina höfðu nemendurnar lesið á ítölsku svo að við getum heyrt hvernig tungumálið hljómar. Sögurnar voru í PP formi svo að við getum bæði lesið (og heyrt) þær á tölvuskjá en einnig prentuðum við þær út fyrir þá sem frekar velja pappirsútgáfuna. Sjálfsagt voru sögurnar fyrst þýddar yfir á íslensku. Sýnishorn af þeim mun birtast hér á síðunni innan skamms svo ég hvet ykkur að fylgjast með.
Kveðja
Marjatta