Margt hefur gerst hér í skólanum síðan ég skrifaði hér síðast. Bekkirnir hafa verið að vinna að verkefnum sínum og núna eru flestir komnir að lokakaflanum.
Í þessari viku sendum frá okkur DVD disk sem geymdi samsöng á íslensku, ítölsku og finnsku. Um upptökuna og klippinguna sá Júlíus, umsjónarkennari 4.J., en söngurinn var undir stjórn Þórdísar. Þetta er ljómandi skemmtileg upptaka. Lögin sem eru á diskinum eru Sá ég spóa, Bróðir Jakob á íslensku og finnsku, og Tun, tun, tun, cattino mio á ítölsku og öll sungin sem keðjusöngur.
Auk þess fór frá okkur Umferðarlag sem tveir nemendur 4.R. bekkjar, þær Magnea og Ragnhildur, sömdu. Stelpurnar teiknuðu einnig skemmtilegar myndir með laginu og voru þær skannaðar og sendar með textanum og hljóðskránni.
Í þessari viku sendum frá okkur DVD disk sem geymdi samsöng á íslensku, ítölsku og finnsku. Um upptökuna og klippinguna sá Júlíus, umsjónarkennari 4.J., en söngurinn var undir stjórn Þórdísar. Þetta er ljómandi skemmtileg upptaka. Lögin sem eru á diskinum eru Sá ég spóa, Bróðir Jakob á íslensku og finnsku, og Tun, tun, tun, cattino mio á ítölsku og öll sungin sem keðjusöngur.
Auk þess fór frá okkur Umferðarlag sem tveir nemendur 4.R. bekkjar, þær Magnea og Ragnhildur, sömdu. Stelpurnar teiknuðu einnig skemmtilegar myndir með laginu og voru þær skannaðar og sendar með textanum og hljóðskránni.
Birkir (8.E.) er nýbúinn að ljúka við að teikna myndir við þjóðsöguna Selshaminn og er nú verið að setja á hana enskan, ítalskan og finnskan texta. Búið er þegar að prenta út íslensku útgáfuna og verður hún í Comeniusarkörfunni sem er að ganga milli bekkja og seinna á bókasafninu.
Vikurnar eftir páska verða svo einhvers konar uppskeruhátíð fyrir allt starfið. Eftir er að birta formlega vinnu 5. bekkjar, en þeir hafa unnið að kynningarefni um Ísland. - Margt fleira er á döfinni.
Allt þetta efni er geymt í tölvu skólans og geta nemendur horft / hlustað / lesið þar.
Í undirbúningi er að gefa sumt af þessu út á diski en líklega er ekki hægt að setja stærri skjöl á heimasíðu skólans fyrr en á næsta skólaári.
Allt þetta efni er geymt í tölvu skólans og geta nemendur horft / hlustað / lesið þar.
Í undirbúningi er að gefa sumt af þessu út á diski en líklega er ekki hægt að setja stærri skjöl á heimasíðu skólans fyrr en á næsta skólaári.
Reyndar má segja að framhaldið velti á því hvort við fáum lengingu á styrknum sem okkur var veittur fyrir ári síðan. Gengið var frá umsóknunum í gær og nú er bara að bíða eftir svarinu.
Mynd: Magnea og Ragnhildur - upprennandi tónskáld?
Með páskakveðju
Fyrir hönd Comeniusarteymis Digranesskóla
Marjatta, verkefnisstjóri