Monday, October 27, 2008

Skipulagsfundur - Project meeting in Iceland Oct. 2008

Benjamin and Birkir performing on the recorder (Above)

Grade 6 singing the well-known song "Head and shoulders" in Portuguese. (Below)







Imagine Piece Monument by Yoko Ono on the Videy Island off the Reykjavik Harbour, seen when the moon was full. During the meeting the weather did not permit entering the island. The guests only saw the light from the harbour.



Maria and Susana, the Portuguese teachers showing the presents their pupils had made.











The guests and pupils with their teachers in the Digranes School auditorium. From left: Alessandro, Luciana the school principal, Sabina from Italy








Árlegur skipulagsfundur Comeniusverkefnisins „Tales of Europe – Promoting Creativity, Communication Skills and Cultural Awareness“ var að þessu sinni haldinn í Digranesskóla dagana 22.-24.okt. (miðvikud. til föstudags) og sátu fundinn fulltrúar allra samstarfsskóla okkar, þ.e.a.s. Finnar, Ítalir og Portúgalar.

Tekið var á móti gestunum í sal skólans þar sem Comeniusbekkirnir voru hver með sitt tónlistaratriði. Þórdís Sævarsdóttir tónlistarkennara hafði haft veg og vanda af þessari dagskrá. "Leynigesturinn" var ítalski kennarinn Alessandro sem hafði tekið með sér til Íslands sekkjapípuna sína og blés gamalt þjóðlag á henni. Einnig hafði Alessandro samið sérstakt lag, Vináttulag (Canzone dell' amicizia) fyrir Comeniusfólkið og kenndi það meðan á dvölinni stóð.

Gestirnir voru einnig viðstaddir lokatónleikum 7.Á. bekkjar á föstudaginn, en þá lauk formlega þemadögum Músíktilraunir sem eru árlegur viðburður hjá 7. bekkjum skólans. Milli þess að funda um málefni sem tengjast útfærslu verkefnanna heimsóttu gestirnir alla Comeniusbekkina í stofum þeirra, kynntu sér náms- og kennsluaðferðir hér og spjölluðu við nemendur. Þeir sýndu mikinn áhuga á verklegar námsgreinar og töldu að aðstaðan hjá okkur væri til fyrirmyndar. Hin nýi forstöðumaður Fræðslusviðs Kópavogsbæjar, Anna Birna Snæbjörnsdóttir, ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum hafði svo móttöku fyrir gestina á föstudaginn. Eftir að formlegum fundardögum lauk, á laugardaginn, fóru gestirnir svo í “menningarreisu”, ýmist til að synda í Bláa lóninu eða aka hringinn um Gullfoss, Geysi og Þingvelli, en áður höfðu þau m.a. heimsótt Sögusafnið í Perlunni og skoðað gömlu handritin í Þjóðmenningarahúsinu.

Verkefnið og þau tengsl sem hafa myndast hafa verið mikil lyftistöng fyrir okkur í Digranesskóla og eflt kennara í starfi sínu. Með því að fá slíkar heimsóknir og fara sjálfur að kynnast skólastarfi annars staðar fá kennarar nýjar hugmyndir sem þeir geta síðan útfært og aðlagað að þörfum nemenda sinna. Heimsóknir erlendra kennara hafa einnig verið skemmtileg tilbreyting fyrir nemendur og gefið þeim tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Eitt aðalmarkmiða verkefnisins er jú að fá okkur að skilja sérkenni okkar og þekkja eigin menningu en um leið greina það sem tengir þjóðirnar saman og gerir okkur alla að Evrópubúum.
SUMMARY IN ENGLISH:

Project meeting for Tales of Europe– Promoting Creativity, Communication Skills and Cultural Awareness“ was this time held in Digranesskóli, Iceland on 22-24-25 October. All the partner schools, Finland, Italy and Portugal, had sent their representatives. For the opening day the Icelandic children had prepared a musical program, each class having a role in it. Responsible for this was Thordis the music teacher. The guests also attended the concert given by class 7.Á. on Friday. It was the outcome of the Musical Experiments which are a yearly event in Digranesskóli.

Later the guests also visited all the Comenius classes, made themselves acquainted with Icelandic teaching methods and teaching aids and chatted with the children. They were specially interested in the non-academic subjects, such as home economics, technical and textile works and arts teaching. Alessandro, one of the three Italian representatives, had made a special song of friendship (Canzone dell’ amicizia) for this occasion and he taught the pupils and the Comenius teachers. Hopefully it will be soon published here on the page. In between were the formal meeting hours when the tasks and different activities of the project year were discussed and decisions made.

The project and the connections it has created have been very important to all partners. To visit schools in other countries and get visitors from abroad, to get acquainted with different methods and attitudes, al this has a stimulating influence both on staff members and the pupils. What we see and here can serve as a source of empowerment and enhance creativity in all parties. At the same time as we learn about other cultures we feel our own identity more keenly, but also perceive the ties that bind us together so that we can say:
I am a European.

Með kveðju / With best greetings from
Marjatta Ísberg, project coodinator

No comments: