Gleðilegt sumar!
Nú höfum við loksins fengið tillögu Ungverja um logó verkefnis okkar, tveimur mánuðum seinna en áætlað var. Eins og þið væntanlega munið, þá var keppni Digranesskólans í janúar.
Við höfum alla tíð haft einhverja erfiðleika í tölvusambandi við Ungverja en vonumst til að þau muni lagast.
Úrslita keppnin er eins og Eurovision: Við megum ekki greiða atkvæði með okkar eigin tillögu heldur megum velja á milli tillagna Ungverja, Ítala og Finna. Það merki sem fær hlutfallslega flest atkvæði verður þá notuð sem merki verkefnisins næstu tvö árin.
Með kveðju
Marjatta
Friday, April 20, 2007
Wednesday, April 11, 2007
Sögur frá Portúgal
Í dag barst okkur tölvudiskur frá Lissabon í Portúgal. Hann var frá vinaskóla okkar þarna. Á diskinum voru tvær helgisögur sem börnin höfðu skreytt og auk þeirra kynningu á borginni Lissabon og skólanum og nánasta umhverfi hans.
Í portúgalska skólanum eru nemendur frá þriggja til tíu ára aldur, þ.e. kindergarten og barnaskólinn. Þetta er saman aldurshópur og er í skólanum í Cordenons.
Bæði í Portúgal og Ítalíu eru eiginlega margir skólar sem eru undir sömu stjórn. Það er ekki eins og hjá okkur hér á Íslandi og hver skóli hafi sinn eigin skólastjóra.
Allt þetta efni frá Portúgal er komið í tölvu skólans og geta nemendur skoðað það í tölvutímum. Helgisögurnar verða þýddar á íslensku á næstu dögum og prentaðar út fyrir yngri börnin sem ekki kunna ensku.
Með kveðju
Marjatta verkefnisstjóri
Í portúgalska skólanum eru nemendur frá þriggja til tíu ára aldur, þ.e. kindergarten og barnaskólinn. Þetta er saman aldurshópur og er í skólanum í Cordenons.
Bæði í Portúgal og Ítalíu eru eiginlega margir skólar sem eru undir sömu stjórn. Það er ekki eins og hjá okkur hér á Íslandi og hver skóli hafi sinn eigin skólastjóra.
Allt þetta efni frá Portúgal er komið í tölvu skólans og geta nemendur skoðað það í tölvutímum. Helgisögurnar verða þýddar á íslensku á næstu dögum og prentaðar út fyrir yngri börnin sem ekki kunna ensku.
Með kveðju
Marjatta verkefnisstjóri
Subscribe to:
Posts (Atom)