Wednesday, April 11, 2007

Sögur frá Portúgal

Í dag barst okkur tölvudiskur frá Lissabon í Portúgal. Hann var frá vinaskóla okkar þarna. Á diskinum voru tvær helgisögur sem börnin höfðu skreytt og auk þeirra kynningu á borginni Lissabon og skólanum og nánasta umhverfi hans.

Í portúgalska skólanum eru nemendur frá þriggja til tíu ára aldur, þ.e. kindergarten og barnaskólinn. Þetta er saman aldurshópur og er í skólanum í Cordenons.

Bæði í Portúgal og Ítalíu eru eiginlega margir skólar sem eru undir sömu stjórn. Það er ekki eins og hjá okkur hér á Íslandi og hver skóli hafi sinn eigin skólastjóra.

Allt þetta efni frá Portúgal er komið í tölvu skólans og geta nemendur skoðað það í tölvutímum. Helgisögurnar verða þýddar á íslensku á næstu dögum og prentaðar út fyrir yngri börnin sem ekki kunna ensku.


Með kveðju
Marjatta verkefnisstjóri

No comments: