Gleðilegt sumar!
Nú höfum við loksins fengið tillögu Ungverja um logó verkefnis okkar, tveimur mánuðum seinna en áætlað var. Eins og þið væntanlega munið, þá var keppni Digranesskólans í janúar.
Við höfum alla tíð haft einhverja erfiðleika í tölvusambandi við Ungverja en vonumst til að þau muni lagast.
Úrslita keppnin er eins og Eurovision: Við megum ekki greiða atkvæði með okkar eigin tillögu heldur megum velja á milli tillagna Ungverja, Ítala og Finna. Það merki sem fær hlutfallslega flest atkvæði verður þá notuð sem merki verkefnisins næstu tvö árin.
Með kveðju
Marjatta
Friday, April 20, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment