Wednesday, December 20, 2006

Undanúrslit í logókeppninni

Samkeppnin um merki verkefnisins Sögur frá Evrópu er nú hálfnuð, þ.e.a.s. dómnefndin hefur valið þrjár tillögur sem munu keppa um fyrsta sætið í atkvæðagreiðslunni 5. janúar 2007. Allir nemendur þeirra bekkja sem eru með í verkefninu mega taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í meðferð okkar hafa tillögurnar fengið eftifarandi nöfn: Bolluhausar, Dansandi fánar, Hnötturinn. Verða þau heiti notuð á atkvæðaseðlinum. Sú tillaga sem vinnur verður lögð fram sem tillaga Digranesskóla og keppir í til úrslita.


Við kennararnir í Comeniusteyminu og allt annað starfsfólk skólans óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsælt komandi ár.


Kveðja
Marjatta, verkefnisstjóri Sagna frá Evrópu

Wednesday, December 13, 2006

Portugal joining us - A five country project

Good news - but they mean some minor changes

This morning we got a message telling us that Portugal - inspite of the previous negation - had got a grant for joining us in the project Tales of Europe. We are glad to hear this, since Portugal had been in the preparation of the project from the very beginning and one of the most creative partners. Welcome, Maria, and your school Agrupamento de Escolas Patricio Prazeres in Lissabon. We look forward to continuing the good work with you.

(Icelandic for Digranesskóli)
Þau gleðitíðindi bárust okkur í morgun að starfsfólki Comeniuskrifstofunnar í Lissabon hafði snúist hugur varðandi Prazeres-skólann (Agrupamento de Escolas Patricio Prazeres), sem hafði verið með okkur í undirbúningi verkefnisins Tales of Europe og sótt um styrk eins og við hér í Digranesskóla. Maria, sem er tengiliður Prazeres-skólans kom m.a. hingað til Íslands í fyrra og sat undirbúningsfundinn með fulltrúum hinna samstarfsskólanna og var vitaskuld leið, þegar skólinn hennar fékk höfnun, einn fimm skólanna sem stóðu að verkefninu.

Nú, þegar í ljós kom að reglunum í Brussel hafði verið breytt og að þessi neitun mundi útloka Prazeres einnig á næsta ári, ef þeir eru ekki með á skólaárinu 2006-07, ákváðu þeir á skrifstofunni að venda kvæði sínu í kross og veittu Prazeres verkefnisstyrkinn, þrátt fyrir allt, - hálfu ári of seint, því að Comeniusárið byrjar 1.ágúst.

Koma Portúgals þýðir auðvitað að verkefnið er ekki lengur á milli fjögurra landa heldur fimm og verðum við að setja fána Portúgals aftur á síður verkefnisins og hann á að koma fram í logóinu.

Með komu Portúgals fær verkefnið meiri breidd en það þýðir einnig að við verðum að kynna Portúgal nemendum okkar og segja frá breytingunum. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á logósamkeppnina. Ef tillaga með fánunum fjórum vinnur, þá verðum við bara að biðja hönnuðinn að bæta Portúgalsfánanum við.

Dómnefndin (Sigríður Hulda, Ragnheiður og Þórunn) er nú búin að ljúka störfum og hefur valið þrjár tillögur úr hópi allra tillagna til lokakeppninnar. Þær tillögur verða birtar hér á þessari síðu, væntanlega nú um helgina, svo að nemendur geti skoðað þær. Akvæðagreiðslan verður, eins og fyrr var sagt, 5. janúar 2007.

Kveðja
Marjatta verkefnisstjóri

Thursday, December 7, 2006

Tillögur um merkið á netið - Heims um ból


Tales of Europe is a four country Comenius school project starting in September 2006 and continuing til the spring 2009. The participants are: Hakarinteen koulu, Tammisaari, Finland; Digranesskóli, Kópavogur, Iceland; Didattico di Cordenons, Italy, and Deák Diák Altalános Iskola,Budapest, Hungary.The main theme is traditional tales and music in the four countries.

Nýtt frá Digranesskóla, Marjatta skrifar: (Icelandic):

Nú höfum við sent bæði sálminn Heims um ból og gamla þjóðlagið Það á að gefa börnum brauð til samstarfsskólanna okkar og hafa að minnsta kosti finnsku nemendurnir farið að æfa að syngja þessi lög á íslensku.

Keppninni um merki verkefnisins er nú að ljúka og á þriggja manna dómnefnd að velja þrjár bestu tillögur úr hverjum bekk til lokakeppni Digranesskóla. Atkvæðagreiðslan um þessar tillögur fer fram 5. janúar, þ.e. fyrsta skóladaginn eftir jólaleyfi, og mega allir nemendur taka þátt í henni. Tillögurnar verða settar á netið 10. desember og geta því nemendurnir skoðað þær fyrir fram.
Myndin hér fyrir ofan er eftir Heklu Kaðlínu, nemanda 2.I. og sýnir hundinn Lappa sem við höfum lesið um. The drawing is made by Hekla Kaðlín from class 2.I. in Digranesskóli.

Tuesday, December 5, 2006

Kópavogspósturinn and Comenius-Tales

Says Marjatta, coordinator from Digranesskóli, Kópavogur, Iceland:

Our local paper Kópavogspósturinn visited us last week and they are going to have an article about the project and what is going on at the moment in their next issue (December). The Finns have already sent the partners a cd with Silent night in Finnish, in Finnish the song begins Jouluyö, juhlayö. Our music teacher, Thordís, is ready with the same in Icelandic and she is going to send it to all the partners via E-mail as an attachment (sound file). We have recorded many other songs, but perhaps they will wait for the next year. Class 6 GK has been collecting pictures and information about the Icelandic Juletide lads. They are always depicted on the milk boxes (cartons) before Christmas. It is very popular to study the pictures and talk about the lads while the milk carton stands on the table. Next week we hope to publish some of these pictures here on this website.

5.des.2006 Á döfinni: (Icelandic)
Marjatta, verkefnisstjóri Sagna frá Evrópu skrifar:

Logósamkeppni Digranesskóla er í fullum gangi. Sumir bekkirnir eru þegar búnir að hanna tillögur sínar en aðrir eiga eftir að klára. Kópavogspósturinn var hjá okkur nú í lok nóvembermánaðar og tók myndir. Þeir ætla að hafa smá umfjöllun um verkefnið okkar í desemberblaðinu. Þórdís tónmenntakennari er búin að taka upp sönginn á Heims um ból og aukalega nokkur önnur þekkt jólalög svo sem Það á að gefa börnum brauð. Heims um ból fer til samstarfskólanna sem hljóðskrá gegnum tölvuna og geta skólarnir svo brennt sönginn á diskinn. Við erum þegar búin að fá finnska sönginn á geisladiski. Í bígerð er að stofna til vináttubanda á milli einstakra bekkja og eru viðræður nú í gangi um þetta mál.