Þær fréttir hafa borist frá Finnlandi að þeir geti ekki skilað tillögum sínum um merki (logó) verkefnisins Tales of Europe vegna þess að skóli þeirra á ekki skanna og það kú heldur ekki að vera í fjárhagsáætlun þessa skólaárs að kaupa skanna!
Þetta kom okkur hér á Íslandi sjálfsagt mjög á óvart því að varla er til skóli hér á landi þar sem ekki er til skanni. Slíkt tæki er einnig í mýmörgum heimilum.
Hingað til höfum við hugsað að Finnland sé mjög tölvuvætt, enda heimaland NOKIA, en í þessu tilliti skjátlaðist okkur. Reyndar kom það okkur mjög á óvart að í skólanum í Tammisaari voru örfáar tölvur en aftur á móti var sjónvarp og vídeótæki í öllum kennslustofum.
Ég sendi Finnunum tölvuskeyti og bað um að þeir taki digitalmynd af teikningunum og sendi síðan myndina gegnum netið. En hugsanlega á skólinn heldur enga digitalmyndavél, en væntanlega getur einhver kennari lánað sína. Við bíðum því spennt eftir myndunum frá þeim. En við Magnea, Ingibjörg og undirrituð, við sáum tillögurnar í nóvember, þegar við sóttum skólann í Tammisaari heim. Margar myndirnar voru mjög flottar .
Það verður einnig spennandi að sjá hvað kemur frá Ungverjalandi.
Frá Ungverjum er annars það að segja að 6. bekkur þeirra og umsjónarkennarinn, sem heitir Eva, hafi mikinn áhuga á að tengjast vinatengslum við 6. bekk okkar hér í Digranesskóla. Eva sendi mér tölvupóst um þetta mál, sem ég svo áframsendi til þeirra Guðnýjar Katrínar og Guðrúnar Hvannar. Nú er bara að 6. bekkurinn skrifi eitt fallegt sendibréf til þeirra í Ungverjalandi.
Héðan úr "höfuðstöðvum" Comeniusar er það að frétta nú er kominn tími til að endurnýja umsóknina um Comeniusstyrkinn (fyrir skólaárin 2007-08 og 2008-09). Þetta er heljarmikill bunki af blöðum sem við þurfum að fylla út og allt saman á ensku. Mjög ítarlega verður að tíunda hvað gert verður og hvers konar end products við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að meta árangurinn af þessu starfi. (Um allt þetta mun ég ræða seinna hér)
Við sleppum reyndar auðveldara en hinir samstarfsskólarnir því að þeir verða skila umsóknunum einnig á sínu tungumáli og þýða því úr enskunni. Hér heima er aftur á móti gengið út frá því að embættismenn sem taka á móti umsóknunum geti lesið enskuna og því þurfum við ekki að skila umsóknunum inn á tveimur tungumálum.
Kveðja
Marjatta