Sabina, tengill skólans í Cordenons sendi okkur mynd af vinningstillögunni í logókeppninni hjá þeim. Merkið var virkilega skemmtileg útfærsla af blekfiski með fimm lappir og var hver löpp í litum eins samstarfslandanna. Því miður tókst mér ekki að hlaða myndina upp og geri nýja tilraun seinna í dag.
Sabina telur einnig upp fullt af skemmtilegum verkefnum sem krakkarnir í Cordenons hafa verið að vinna að. Þeir hafa bæði verið að taka upp tónlist og einnig unnið að þjóðsögum - búið til nýja og myndskreytt og svo framvegis. En þeir hafa kvartað að hafa ekki fengið neitt frá hinum skólunum. Við verðum því að láta hendur standa fram úr ermunum og senda frá okkur pakka til krakkanna á Ítalíu sem fyrst!
Frá okkur er það að frétta að "Comeniuskarfan", það er efnið sem safnast hefur hingað til er nú á hringferð um skólann. Karfan fór fyrst í 6.G. og á svo að fara í alla bekkina svo að þið getið kynnst efninu, hlustað á tónlistina, sungið og einnig skoðað bækurnar. Engilega spyrjið kennarann ykkar spurninga, ef þið viljið vita meira.
Kveðja
Marjatta
Monday, February 5, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment