Thursday, February 1, 2007

Áfram unnið að verkefnum



Nú þegar prófatímabilið er búið hafa bekkirnir hafist handa að vinna að þeim verkefnum sem þeir ætla að leggja fram sem hluti af Comeniusarverkefninu Tales of Europe. Öll eru þessi verkefni þannig að þau falla inn í gildandi námskrá bekkjanna.

Bekkirnir þeirra Ingibjargar og Þórlaugar (2.I. og 2.Þ.) kynna sér álfana og allt sem tengist þeim, læra ný orð, teikna myndir um álfana og svo framvegis.

Bekkurinn hennar Gerðar (1.G.) er að kynna sér skólann okkar.

Fjórði bekkurinn er að hefjast handa til að kynna sér bæjarfélagið sitt, Kópavoginn.

Fimmti bekkurinn er þegar byrjaður að læra um landið og nota þeir bókina Landshorna á milli sem aðalbók en viðra sér heimildir víðar. Nemendurnir vinna í hópum og velur hver hópur sér einn fjórðung til frekari skoðunar.

Sjöttu bekkirnir eru að kynna sér sögu landsins. Guðjýnar bekkur er önnum kafinn í að læra um Snorra Sturluson en þeir hafa einnig safnað fróðleik um jólasveinana. Ætlunin er að búa til myndabók um Snorra með stuttan texta sem verður svo þýddur á tungumál samstarfskólanna (ítölsku, finnsku, ungversku og portugölsku).

Bekkur Guðrúnar Hvannar er að vinna að þjóðsögum og ætla þeir að vera með leikgerð af einni sagnanna á vorsýningu skólans.

Aðeins tveir nemendur sérdeildar eru með í Tales of Europe og fögnum við þáttöku þeirra. Þessari pistli fylgir mynd sem annar þeirra teiknaði við söguna um selshaminn (Mér er um og ó, sjö á ég börn....) en hann er að vinna að myndabók um þessa vel þekkta þjóðsögu og fylgir einnig þeirri bók stuttur myndatexti á mismunandi tungumálum.

Marg fleira mætti tína til en þetta eru aðeins sýnishorn af því sem fer fram í skólanum.

Fyrir hönd Comeniusarteymis Digranesskóla
Marjatta Ísberg verkefnisstjóri



No comments: