Tamás Bencze, tengill Deák Diák skólans í Búdapest sendi tölvupóst og var miður sín vegna þess að tölvan hans hafði verið rangt stillt og allur pósturinn sem hann hafði sent okkur eftir jól hafði glatast á leiðinni! Þetta uppgötvaðist bara nýlega og eru nú tengingar komnar í lag.
Támas biður að heilsa öllum nemendum Digranesskóla og segir að þeir í Deák Diák eru að setja upp leikrit sem byggist ungverskri þjóðsögu. Þeir ætla að búa til vídeómynd af því og senda til allra samstarfsskólanna. Svo er annar bekkur að æfa ungversk sönglög sem þeir ætla að taka upp og senda gegnum tölvuna sem hljóðskjá. Við getum þá brennt lögin á disk.
Þessum pistli fylgir mynd sem tekin var einn laugardagsmorgun s.l. haust. Kennarar yngsta stigs mættu þá til að vinna verkefni eftir s.k. Söguaðferðinni eða Storyline method til að vera betur undirbúnir, en þessi aðferð er notuð í kennslu og tengist því óbeint Comeniusi.
Kveðja
Marjatta
Támas biður að heilsa öllum nemendum Digranesskóla og segir að þeir í Deák Diák eru að setja upp leikrit sem byggist ungverskri þjóðsögu. Þeir ætla að búa til vídeómynd af því og senda til allra samstarfsskólanna. Svo er annar bekkur að æfa ungversk sönglög sem þeir ætla að taka upp og senda gegnum tölvuna sem hljóðskjá. Við getum þá brennt lögin á disk.
Þessum pistli fylgir mynd sem tekin var einn laugardagsmorgun s.l. haust. Kennarar yngsta stigs mættu þá til að vinna verkefni eftir s.k. Söguaðferðinni eða Storyline method til að vera betur undirbúnir, en þessi aðferð er notuð í kennslu og tengist því óbeint Comeniusi.
Kveðja
Marjatta
No comments:
Post a Comment