Fréttin mín um blekfiskinn sem sigurvegari í logókeppni Ítalanna var á misskilningi byggt. Því miður, hugsaði ég, því að mér fannst blekfiskurinn afar skemmtilegur. Hér fyrir ofan er mynd af þeirri tillögu sem vann hjá nemendunum í Cordenons, stjarna sem snýst og fánarnir á örmunum. Hún er afar vel unnin og er frágangurinn snyrtilegur. Ykkur lesendum til skemmtunar og fróðleiks læt ég einnig fylgja myndir af þeim tillögum sem voru í atkvæðatölunni næst á eftir sigurvegarann.
Nú eigum við eftir að fá myndir frá Finnunum og Ungverjum en vegna þess hve Portúgalar komu seint inn í verkefni er ekki viss hvort þeir hafi tök á að senda inn tillögur.
Kveðja
Marjatta, verkefnisstjóri Tales of Europe
No comments:
Post a Comment