Wednesday, October 24, 2007

Hrekkjavaka í Cordenons

Kennarar og nemendur skólans í Cordenons skrifa hér fyrir neðan um nýjan sið sem hefur rutt sér til rúms á Ítalíu (frá 1960-). Fólk hreinsar innan úr graskerum og býr til eftirlíkingar af hauskúpum svipað og gert er í Ameríku. Þessi siður er reyndar að breiðast út einnig hér á landi. Í greininni frá Cordenons er sagt að þessi siður eigi rætur að rekja til fornra Kelta sem gjarnan tóku hauskúpur óvinanna sem þeir höfðu drepið í orrustu og stilltu þær upp í glugga og víðar. Svolítið óhuggulegt, finnst ykkur ekki?

Kveðja
Marjatta

No comments: