Nú er nýtt Comeniusarár hafið hjá okkur. Á haustmisseri eru þrjú verkefni 1) teiknimyndasaga sem er byggð á íslenskri þjóðsögu, 2) semja texta við finnska teiknimyndasögu og 3) "jólamappa" (Christmas portfolio) þar sem við kynnum vinaskólum okkar íslenska jólasiði.
Ákveðið hefur verið að vinna jólamöppuna á tímabilinu 10.-17.okt. og lýkur þessum þemadögum með alvöru jólaballi miðvikudaginn 17.okt. og hefst ballið kl. 8.05. Vonandi geta sem flestir mætt í "jólafötunum", bæði börnin og foreldrarnir. Ballið verður tekið upp á vídeó, sett á DVD disk og sent til vinaskólanna svo að börnin úti í löndum geti séð hvernig við höfum það hér. Þórdís tónmenntarkennari og Margrét danskennari sjá um um ballið en annars er jólaverkefnið i höndum umsjónarkennara. Einn hópur mun einnig baka piparkökur með Hafdísi í heimilisfræði.
Auk þess verður unnið að verkefni um íslensku jólasveinana , Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn og s.k. söguaðferð (Storyline) notuð í vinnunni.
Þáttakendur:
Bekkirnir 1 K, 1Þ, 3I, 3S, 5J, 5R, 6A, 6Á
Teiknimyndasagan er þegar tilbúin og unnu að henni nemendur 5. bekkjar undir leiðsögn Svanfríðar myndmenntakennara. Byggt var á söguna "Trunt, trunt of tröllin í fjöllunum" en textinn er í Rauðkápu nemendunum kunnur.
Ákveðið hefur verið að vinna jólamöppuna á tímabilinu 10.-17.okt. og lýkur þessum þemadögum með alvöru jólaballi miðvikudaginn 17.okt. og hefst ballið kl. 8.05. Vonandi geta sem flestir mætt í "jólafötunum", bæði börnin og foreldrarnir. Ballið verður tekið upp á vídeó, sett á DVD disk og sent til vinaskólanna svo að börnin úti í löndum geti séð hvernig við höfum það hér. Þórdís tónmenntarkennari og Margrét danskennari sjá um um ballið en annars er jólaverkefnið i höndum umsjónarkennara. Einn hópur mun einnig baka piparkökur með Hafdísi í heimilisfræði.
Auk þess verður unnið að verkefni um íslensku jólasveinana , Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn og s.k. söguaðferð (Storyline) notuð í vinnunni.
Þáttakendur:
Bekkirnir 1 K, 1Þ, 3I, 3S, 5J, 5R, 6A, 6Á
Teiknimyndasagan er þegar tilbúin og unnu að henni nemendur 5. bekkjar undir leiðsögn Svanfríðar myndmenntakennara. Byggt var á söguna "Trunt, trunt of tröllin í fjöllunum" en textinn er í Rauðkápu nemendunum kunnur.
Hér er bóndinn eftir að hann breyttist í tröll. Teikning eftir nemendur 5. bekkjar. Drawing by the pupils of the 5th grade, based on an Icelandic folktale. Will be sent to Cordenons, Italy.
Með kveðju
Marjatta
No comments:
Post a Comment