Monday, April 7, 2008

Differences in curriculum - Mismunandi inntak

Click the photo to make it large / Smelltu á myndina til að stækka hana

Hér bíða nemendur eftir að brauðið hefist og nota tímann til að skoða heimilisfræðibókina, sem vakti mikla athygli þeirra Rosy og Soniu. Þær töldu bækurnar mjög góðar og fengu sér eintak til að sýna samkennurum sínum á Ítalíu.




Gestir okkar, þær Rosy og Sonia, voru undrandi að við þorðum að láta börnin saga í smíðatímum.

Our guests, Rosy and Sonia were amazed to see that we dared to let children use the saw! They thought is too dangerous. Also they were surprized to see that both girls and boys were in technical works, textile and home economics, in mixed groups. In the first photo above the pupils of grade 6 are waiting for the bread they made to be raised and meanwhile they study the home economics text book. Rosy and Sonia told us that the text book we used was very good and they got an exhibit to take with them home to Italy in order to show their collegues. They found it also surprising that the Icelandic school had home economics in the cuuriculum in all grades, from the first (six year-old) til the tenth grade. Technical works we have from the 2nd grade.
Á Ítalíu er það talið of hættulegt, kennarar myndu ekki þora það af ótta við að eitthvert barn meiði sig.

Einnig fannst þeim undrunarefni að bæði stelpur og strákar voru í heimilisfræði og að strákar voru líka í textíl. Sonia sagði frá því að hún hafði látið nemendur sína skera út fyrir jól og útbúa þannig jólagjöf handa foreldrum sínum. En til að réttlæta það að einnig stelpur voru í útskurði þá varð hún að reyna að útskýra að slík verkefni þjálfuðu fínhreyfingar - annars hefðu sumir foreldrar talið að það væri ekki við hæfi stelpna! Engin heimilisfræðikennsla fer heldur fram í skóla þeirra í Cordenons. Það eina sem bendir í þá áttina er að fyrir jól mega börnin kannski baka piparkökur.

Rosy and Sonia visited all the Comenius classes in our school. Some classes showed them the results of their Comenius acitivities while others hade prepared questions about Italy, which the guests answered promptly.


Við í Digranesskóla höfum dást að hve ítölsku krakkarnir eru flinkir í teikningu og söng en þetta útskýrir kannski hlut af málinu. Þar sem börnin geta ekki verið í handavinnu, smíði eða heimilisfræði þá nota kennarar mikinn tíma í að láta börnin teikna og einnig er mikil áhersla á söng, sérstaklega á gömlum þjóðsöngum.
Þær Rosy og Sonia heimsóttu alla Comeniusbekkina. Sumir bekkirnir sýndu verkefnin sín en aðrir höfðu samið spurningar (á ensku) og spurðu gestina sem svöruðu eftir bestu getu.
Heimsóknir eins og þessi eru mjög gagnlegar bæði fyrir nemendur og kennara. Það er hollt að bera saman námsefni og kennsluaðferðir. Sumt er eins og annað mismunandi en slíkt vekur menn alltaf til umhugsunar. Stundum leiðir það til endurskoðunar og breytinga í kjölfraið en stundum er líka gott að heyra að margt af því sem við gerum er talið mjög gott og jafnvel mun betra en annars staðar.
Við þökkum þær Rosy og Soniu og vonumst til að samstarfið muni halda áfram jafnvel í framtíðinni, eftir að verkefninu Tales of Europe lýkur formlega.
We thank our Italian friends and hope that the cooperation will continue for many years even after the project Tales of Europe ends. Visits like this are very useful both for the pupils and for the teachers. Now we realized that many things are quite similar in Cordenons and Kópavogur, while others are different. In this comparison our own identity becomes clearer. We are Icelanders, Italians, Finns and Portuguese, each nation with its own characteristics, but we are also Europeans and as such we have a common bond. While visiting each others we get new ideas about the modern school and teaching /learning methods and perhaps a new vision which eventually will lead to changes that make a good school even better.

Marjatta, umsjónarmaður verkefnisins /project coordinator

No comments: