Wednesday, April 2, 2008

Ítalskir gestir í Digranesskóla


Þessa dagana höfum við í Digranesskóla tvo ítalska kennara, Rosy og Sonia, í heimsókn frá vinaskóla okkar, Circolo Didattico di Cordenons eða grunnskóla Cordenonsbæjar í Friuli héraði í Norður-Ítalíu.



Þeir sem áhuga hafa að skoða landakortið geta, því miður, ekki fundið Cordenons á venjulegum íslenskum landakorti, hann er ekki nægilega stór - er svipaður að stærð og Kópavogur. Aftur á móti er auðvelt að finna nágrannabæinn Pordenone, þar sem lestarstöðin er. Hann er mitt á milli Feneyja og hafnarborgina Trieste, við rætur Alpafjallanna. Þeir sem ætla að heimsækja Cordenons verða því að taka lest til Pordenone og strætó þaðan en um sjö km leið er frá lestrarstöðinni til skólans.



Í skólanum í Cordenons er bæði leikskóli og grunnskóli og er nemendafjöldinn um 1400. Rosy og Sonia kenna báðar fyrsta bekk (sex ára) í sinum skóla og hafa þær sérstakan áhuga á að kynna sér kennslu yngri barna hér hjá okkur. Þær ætla að heimsækja alla Comeniusbekkina og skoða verkefni okkar.



Rosy og Sonia komu ekki tómhentar. Nemendur þeirra höfðu útbúið teikninga og smágjafir handa íslenskum vinabekkjum og auk þess voru þær með dvd disk með helgisögu um frjósaman jarðveginn við Cordenons, sem er samvinnuverkefni alls skólans með þátttöku tónlistar-, sögu-, ensku-, trúarbragðafræði- og móðurmálskennara. Myndin verður seinna sýnd nemendum og áhugasömum foreldrum á sérstökum Comeniusdögum.



Today we got two visitors from Italy, teachers Rosy and Sonia from Circolo Didattico di Cordenons, one of our cooperating schools within the Comenius project. The school in Cordenons has both the kindergarten and primary stage and the number of pupils is about 1400.



Rosy and Sonia teach firstgraders (six year old) in their school and are interested in seeing how we teach this age goup here. Also they came with presents to the children, drawings and small things that their pupils had prepared. Additionally they had a video of a legend about the fertile soil of Cordenons, which is a joint project of the pupils and the teachers in different subjects, such as mother tongue, religion, English, music. The video will later be shown to the classes and those parents who visit the school on Comenius days.



Those who want to study where Cordenons is situated should find Pordenone on their map. Pordenone is the nearest railway station. The school is about seven km from it. And where is Pordenone? It is between Venice and Trieste, at the roots of the Alps.


1 comment:

Comenius said...

I'll send my greetings to Rosy and Sonia, looking forward when they'll come back to Cordenons...

Sabina and the Italian team !